Hversu gamall er ég?

Hvað lít ég eiginilega út fyrir að vera gamall?

Þegar ég fór og keypti miðana á 5 ára MA-stúdentsafmælið þurfti ég að taka það þrisvar sinnum fram að ég væri 5 ára stúdent, miðasölugaurinn stóð sífellt í þeirri meiningu að ég væri 20 ára stúdent.

Ég: “Tvo miða, 5 ára stúdent.”
Miðasala: “2 miða 20 ára stúdent?”
Ég: “Ha, nei. Uh, ég er 5 ára stúdent”.
Miðasala: “Hvað ertu að segja, viltu 2 miða 20 ára stúdent”
Hér er ég farin að skálda nöfn barnabarna minna þar sem ég sé fram á að sitja til borðs með rúmlega fertugu liði
Ég: “Sko, ÉG ER 5 ÁRA STÚDENT”.
Miðasala: “Ó já, fyrirgefðu!”.

Nú rétt í þessu var ég svo að athuga hjá starfsmannahaldi hversu mikið orlof ég ætti inni.

Ég: “Hvað á ég marga tíma í orlof eftir?”
Strfsm.hald: “Ertu orðinn meira en 38 ára?”
Ég: “HA?”.
Strfsm.hald: “Híhí, nei nei, ertu orðinn eldri en þrítugur?”
Eins og það sé eitthvað skárra!
Ég: “Ég er….ég er bara…..ég er bara tuttuguogfimm ára”.
Strsm.hald: “Nú hva’ertu’a segja”

Ekki það að ég sé með fóbíu gagnvart aldrinum mínum, en þegar skeikar um meira en 15 ár er mér ekkert sama. Held að gráu hárin séu eitthvað að rugla fólk í ríminu.

5 thoughts on “Hversu gamall er ég?

 1. Anonymous

  hver sem heldur að þú sért eldri en 18 ára veit greinilega ekkert í sinn haus

  -ally

  Reply
 2. Anonymous

  Jahhá, núna þarftu bara að fezta kaup á Sixpensara og byrja að keyra eins og hálfviti. Neinei OK sorry, guttinn í höllinni hefur samt þær málsbætur að hvorugur okkar leit ekkert sérstaklega út eftir Vaglaskóg-party-bærinn-vakna-party-Karó-party-bærinn-vakna-íþróttir-party–karó-party-bærinn-vakna-óvissuferð.

  -sigrey

  Reply
 3. Anonymous

  Ég heyrði einu sinni að Hjalti Valþórsson ( gæji sem var í MA) hefði lent í stappi við einhverja gellu á vidjóleigu, þar sem hún var viss um að hann væri svona 20 árum eldri en hann gaf sig út fyrir að vera og hélt að hann væri með falsað ID. Hún gaf sig ekkert heldur. Helvíti magnað. Ég var líka einu sinni rekinn heim úr bænum siðla kvölds í Noregi forðum daga vegna þess að löggan hélt að ég væri 10 ára, en ekki 16….þannig að svona ruglingur er bara nokkuð algengur.

  -typpalingur

  Reply
 4. Anonymous

  Mig minnir að það hafi tekist að ljúga því á Hard Rock Kaffi úti í USA þegar við vorum í skólaferðalagi að Hjalti væri 25 eða 30 ára þann daginn þannig að starfsfólkið söng fyrir hann afmælissönginn og hann fékk frían drykk (við vorum 19 ára en lágmarksaldur fyrir áfengiskaup í USA er 21).

  -farbrorwilly

  Reply
 5. Anonymous

  Robbi er þetta ekki bara sólbrúnkan??
  Sumir verða eins og leather í sól!!

  -ally

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *