Myndir frá Roskilde

Þá eru komnar myndir frá Hróarskeldu 2004.

Svona í stuttu máli er þessi hátið alger snilld, að vísu blótaði ég rigningunni oftar en einu sinni en þá var bara að sér annan Tuborg. Það sem drepur þig ekki herðir þig bara.

Ætla nú ekkert að fara að útlista og dæma allt sem ég sá og heyrði og erfitt að nefna eitthvað sem stóð sérstaklega uppúr. En svona til að nefna eitthvað þá komu Korn og Slipknot óþægilega á óvart – kem samt aldrei til með að fatta hausbúnað þeirra síðarnefndu. Morrissey var alger snilld og ég verð að tjékka á nýju plötunni hans. Pixies sýndu að þau höfðu engu gleymt og The Hives voru gersamlega hýper. Iggy Popp var að sjálfsögðu ber að ofan – engu líkara þó en húðin á honum sé laus frá líkamanum, ef hann snýr sér snögglega til hliðar vísa geirvörturnar ennþá beint fram.

Svo uppgötvaði maður ýmislegt nýtt, t.d. Lali Puna og Bergman Rock.

Ég er allavegana í alla staði sáttur, hefði mátt vera minni leðja, en hey þýðir ekki að velta sér uppúr því!

One thought on “Myndir frá Roskilde

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *