Þakkir

Vildi bara þakka öllum þeim sem höfðu samband við mig, á einn eða annan hátt,, og óskuðu mér til hamingju með afmælisdaginn. Er orðinn tuttuguogsex frá og með þessari mínútu (23:58), seytjánda ágúst.

Afmælisdagurinn hefur gengið út á það að þeysast milli byggingavöruverslana, velja flísar, brjóta af flísar, rífa niður innréttingar, rífa niður aðeins meira, múra uppí, spasla (eða sparlsa?) og fleira. Ég er náttúrulega að flytja í gamalt húsnæði og það var alveg við því að búast að það þyrfti að gera einhverjar lagfæringar – betra að gera hlutina almennilega núna heldur en seint og jafnvel aldrei.

Veit ekki alveg hvort þetta nái að klárast fyrir afmælis/innflutnings/menningarnæturpartý n.k. laugardag, það kemur í ljós fljótlega!

P.S. þessi heimasíðu kemur náttúrulega til með að liggja niðri einhvern tíma á næstu dögum meðan ég færi tölvurnar mína og símann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *