Gluggar

Slapp nokkuð vel frá Verslunarmannarhelginni, hápunkturinn var Ný Dönsk á Oddvitanum á laugardagskvöld – í alla stað mjög skemmtilegt kvöld. Alltaf gaman á Akureyri – nostalgía.

En að öðrum málum, ný líður óðum að því að ég flytji en það mun sennilegast gerast einhverntíman á tímabilinu 10. – 20. ágúst. Er einhver hér sem hefur einhverja reynslu af því að láta smíða glugga fyrir sig? Einhver staður betri en annar?! Þarf helst að skipta um glugga í stofu og svefnherbergi.

..og annað, þurfa húsfélög í fjölbýlum að samþykkja svona aðgerðir – þar sem gluggar hafa mikla tilhneigingu til að vera sýnilegur jafnt að utan sem innan!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *