robbik.net aftur online – næstum

Ja svei, búinn að plögga robbik.net servernum í samband, á reyndar eftir að finna framtíðarstaðsetningu fyrir hann með tilliti til netmála, hljóð- og hávaðamengunar. Því gæti ekki alltaf náðst í síðuna á næstum dögum, reikna ekki með því að það valdi varanlegum skaða hjá neinum.

En ástandið á manni var orðið heldur skrautlegt þegar komið var á ca. níunda dag flutninga. Stundaði reyndar Sundhöllina feitt þessa daga, þ.e.a.s. eftir að ég var fluttur úr gettóinu og áður en baðið var komið í skikkalegt horf. Ég er hreint ekki mikið fyrir sundferðir, en Sundhöllin er snilldar staður og eitthvað sem ég á eftir að spekka betur, enda er hún svo skemmtilega nálægt.

Fátt eftir að gera hérna, jafnvel, ef ég verð ekki að vinna, verður mögulega kannski innflutnings og afmælispartý hérna næstkomandi laugardag. Ég fékk alltof lítið af afmælisgjöfum, jafnvel minna en Jói og nú vantar ekki ástæðuna til að koma færandi hendi. Mig vantar t.d. spegil á baðið og heimabíó!

3 thoughts on “robbik.net aftur online – næstum

 1. Anonymous

  Það er engu líkara en við höfum báðir praktísað handlangarann hér í den.

  Fúan er fantafín.

  /robbik

  Reply
 2. Anonymous

  Tek spegilinn, hef ekki efni á heimabíó um þessi mánaðarmót.
  Kveðja Allý

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *