Gæludýr

Datt allt í einu í hug að fá mér eitthvað gæludýr. Þegar ég var yngri átti ég kanínur og páfagauka. Gleymi aldrei fyrsta páfagauknum mínum, Mikki, en hann var ljúfasta kvikindi í heimi, sat á öxlinni á mér eða vappaði í kringum dótið mitt – þurfti varla að hafa hann í búri. Einn daginn kom ég svo að honum þar sem hann var búinn að troða sér inn í litla matarílátið sem hangir utan á búrinu, dauður eins og hurðarhúnn. Hann var þá víst allt tíð eitthvað veikur greyið og meikaði ekki tilveruna lengur. Óþarfi að taka fram að þetta hafði mikil áhrif á mig sem ungan dreng.

Fékk mér reyndar annan páfagauk en hann var snargeðveikur og mátti vart hnerra án þess að hann felldi fjaðrir í massavís. Eftir þetta hefur mig einhvernvegin aldrei langað í annan páfagauk.

Allavegana, mundi eftir gæludýrabúð á Laugarveginum, beint á ská á móti Hlemmi. Rölti þangað, Lukkudýrið heitir búðin með móttóið “gæludýr og gjafarvörur” minnir mig. En það er ekki eitt einasta dýr inni í þessari verslun, engar mörflugur, engrir froskar – ekki einu sinni lítið sætt tígrisdýr. Þvílík fýluferð sem þetta var, datt í hug að reyna að kaupa aldraða afgreiðslukonuna en hugsað með mér að ég fengi fljótt leið á því að klappa henni, svo er líka dýrt að reka gamlar konur.

Man eftir annarri dýrabúð rétt hjá Bæjarins Bestu, ætla að kíkja þangað eftir mánaðarmót!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *