Háhýsabærinn Akureyri

Það rignir yfir mig ábendingum um rafvirkja, uh, ekki. Get fengið einn opinberan rafvirkja frá Sameinuðu Þjóðunum eftir tvær vikur en þá þyrfti ég að fara í gegnum diplómatískar viðræður við ísskápinn minn.
Endar sjálfsagt með því að ég reyni þetta sjálfur, aðeins hræddur um að þegar ég kveiki á háfnum þá fari sódastrím tækið í íbúðinni fyrir neðan mig einnig í gang.

Steikti mér hamborgara í gærkveldi, skyggni í íbúðinni var komið niður í tæpa tvo metra undir lok steikingar. Þurfti að borða börgerinn með svíðandi augu og sí hóstandi, blóm sem ég fékk í innflutningsgjöf steindrápust og málningin flaggnaði af veggjunum. Nú hef ég ástæðu til að borða alltaf úti, eða borða bara ekki neitt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *