Kaffispjall

Er ég sötraði kaffi áðan, snæddi mér á ágætis muffins sem ég keypti með VISA í Glæsibæ og hlustaði á Damien Rice diskinn, fór ég að velta því fyrir mér hver ég sé.

Hver er tilgangurinn, af hverju sit ég hér og skrifa þetta inn, af hverju bý ég þar sem ég bý, af hverju er ég með háskólagráðu í tölvuvísindum, af hverju fæddist ég á Íslandi. Spámaður spáði því eitt sinn að einstaklingur af norrænu kyni myndi leiða saman mannkynið í frið og allsnægt, er það Ástþór Magnússon eða kannski ég.

Svo laust því niður, ég fann svarið. Líkt og með….bíðið aðeins, dyrabjallan.

One thought on “Kaffispjall

  1. Anonymous

    Ó Róbert……… viska þín er óendanleg.
    Aðalheiður sem má víst kallast Steypireiður

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *