Klukkan er 15:29

Viti menn, búinn að vera að vinna eins og múkki undanfarna daga. Fór samt á þessa guðs voluðu ljósanótt í Reykjanesbæ, missti reyndar af flugeldasýningunni (ég og Jói vorum að spila Doom 3) og einnig þegar eitthvað berg var lýst upp. Get nú bara lýst upp bergið á sjálfum mér við hátíðlegt tækifæri síðar.

Svona rétt til að jafna út menninguna fórum við Róbert S. svo á nútíma danshátíð í Borgarleikhúsinu á sunnudeginum. Stóð þar upp úr verkið Where do we go from this. Það er hægt að hlægja á danssýningu.

Ykkur til upplýsingar þá er ég að vinna að uppfærslu og útlitsbreytingu á þessu vef, en þið sem hafið litið hérna inn síðan seint á síðustu öld ættu að vera orðin nokkuð vön reglulegum breytingum.

2 thoughts on “Klukkan er 15:29

  1. Anonymous

    Hey Robbi! Ertu orðinn góður í moonwalki við að búa á moonstreet??
    HAHAHAHAHAHA
    Allý sem er endalaust og óendanlega fyndin

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *