Moonstreet

Mér líkar það sérdeilis prýðilega að búa í götu Mánanna, því þar er heimilið MITT. Ég fíla fólkið sem býr í hverfinu, sterkir karakterar sem spranga um, hvort sem það er í leit að sjálfum sér eða til að viðra aldraða fótleggina. Snilld þykir mér líka að fá góða gesti í heimsókn, líkt og í gærkveldi, sötra smá öl og fílósífera, rölta í bæinn og fá sér smá meira öl og rölta svo heim aftur. Þetta er jafnvel hægt að leika án ölsins – þó hann komi alltaf sterkur inn.

Mér líður vel í Mánagötu.

En því miður verður ekki innflutningspartý um helgina því ég er að vinna frá og með nú og til klukkan 19 annaðkvöld. Einnig virðist fólk vera sérstaklega upptekið á laugardagskvöldið. Ekki verður heldur innflutningspartý um næstu helgi því þá er ég að vinna alla helgina. Ný dagsetning hefur því verið ákveðin en það ku vera 18. september.

Hvaða ár er svo allt annar handleggur!

3 thoughts on “Moonstreet

 1. Anonymous

  Þú veist her á afmæli þann 18. Og ef þú veist það ekki, þá hlýturðu að fatta það með þessari athugasemd. Ef þú fattar það ekki skaltu hringja í hana mömmu þína og spyrja.
  Tryggvi

  Reply
 2. Anonymous

  Ég veit ekki hver á afmæli, en hinsvegar vil ég nota tækifærið og boða komu mína í einn kaldann þann 18. ef maður má gera slíkt án þess að hafa fengið embossað og gullbryddað boðskort með ábyrgðarpósti, eins stíl- og höfflegur þú ert Róbert.

  -SigRey

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *