Um auglýsingar LÍ

Hefur Landsbanki Íslands ekki efni á því að ráða ögn stærri hóp af lausgyrtum leikurum til að leika í þessum auglýsingum um viðbótarlífeyrissparnað og s.k. launavernd.

Hvað á maður að halda þegar sami vinahópurinn situr undir mismundandi aðstæðum og skiptast á að segja frá þessum lífeyrissparnaði og launavernd líkt og enginn hafi heyrt það áður.
Fyrst eru einhverjar gellur í sunnudagskaffi og ein að blaðra að hún gæti nú virkilega drepist einhverntíman fljótlega. Svo eru þau í útilegu og önnur gella, hei, nei, hún var ekki í þessu sunnudagskaffiboði – hinsvegar sagði vinnufélagi hennar frá þessu, en vildi þó ekki segja hvað hann hafi nú í laun. Er þetta semsagt örlagasaga tveggja vinahópa sem flettast svo saman í endalausa hamingju viðbótarlífeyrssparnaðar? Maður spyr sig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *