USA calling

Mamma snillingur hringdi í gær, í gsm símann minn, úr gsm símanum sínum – hún er stödd í Bandaríkjunum, ég norð-vestan til í 105. Erindið var mikilvægt, hvort ég vildi ekki amerískar náttbuxur. Jújú, alveg eins segi ég og held að málinu ljúki þar! Næsta spurning er hvort þær eigi að vera koflóttar eða með mynstri, ísbjarnamynstur kannski, nú eða flugvélar. Koflóttar svara ég. Grænar eða bláar spyr þá mamma um hæl. Bláar.

Þar með þakkaði mín fyrir sig og kvaddi, ég ekki alveg viss hvort ég hafi verið að eignast blákoflóttar náttbuxur með amerísku sniði.
Ég hringdi nefninlega í hana móður mína um daginn og bað hana um að athuga með að kaupa USB-MIDI snúru handa mér, haldið þið að hún hafi verið að hringja og spyrja um það, ó nei….náttbuxur skal það vera.

One thought on “USA calling

  1. Anonymous

    Heyrðu, athugaðu hvort hún nennir ekki að kaupa náttslopp á mig. Svona fyrst hún er í þessum hugleiðingum. Annars er gott að eiga góða mömmu.
    Allý

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *