Afrek

AFREK dagsins eru engin. Ég hef ekki farið út úr húsi og varla rætt við neina persónu augliti til auglitis, fyrir utan nágrannan sem ég hjálpaði að flytja sérsmíðaða borðplötu.

Búinn að eyða deginum í að drekka kaffi og borða lakkrís, sem er álíka gott fyrir meltinguna og að borða sement. Samhliða því hef ég verið að hlusta á tónlist og lesa skáldsögu og manual, samt ekki á sama tíma.

Hef ekki hringt í neinn og enginn hringt í mig, átt smávægileg samskipti á MSN, annars í algleymingi í útópíunni minni hér heima.

Fökking lövlí ef þú spyrð mig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *