Götuljós

ÉG dýrka umferðarljós, þau geta skipt litum og gefa ákveðin fjölbreytileika í annars tíðindalausan innanbæjarakstur. Af þessum sökum fann ég þann stað á landinu sem inniheldur flest umferðarljós miðað við vegalengd – frá heimili mínu í vinnuna.

Það eru ca. 1500 metrar heiman frá mér í vinnuna, á þeirri leið eru 5 umferðarljós sem gerir að meðaltali 300 metra á milli ljósa. Ef ég klippi af vegalengdina heiman frá mér að fyrstu ljósunum og einnig frá síðustu ljósunum að vinnunni verða þessar tölur miklu skemmtilegri.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir, enda nokkuð meðvitaður einstaklingur, að ég bý miðsvæðis og nokkrar helstu umferðaræðar landsins liggja mér nærri. En í öllum þessum framkvæmdum í sambandi við Hringbraut er að sjálfsögðu skellt við einum umferðarljósum við fyrsta legginn sem tekinn er í notkun (veit reyndar ekki hvernig endanlegt skipulag lítur út).

Hver innan samgöngunefndar Reykjavíkurborgar er skyldur, eða hefur önnur hagsmunatengsl við framleiðendur umferðarljósa? Annaðhvort það, eða einhver hefur all sérstakt blæti fyrir rauðum, gulum og grænum lit.

One thought on “Götuljós

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *