Pajero

EF einhver er á ferðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur þá er ég á breyttum Pajero jeppa. Verst að ég tók ekki jakkafötin með mér norður því þá hefði ég dressað mig upp, stoppað í öllum sjoppum á leiðinni og verið með dólgslæti.

Gæti til dæmis fengið ungann hennar Höddu lánaðann og vælt yfir því að það væri ekki skiptiborð á karlaklósettinu í Víðigerði, eða kvartað undan því að þurfa að setja sósurnar sjálfur á pylsurnar í nýja skálanum á Blönduósi – sem er engan vegin það sama og láta samanétna og illa tennta innanbæjarmanneskju gera það.

Ýmislegt skemmtilegt hægt að gera í jakkafötum og breyttum Pajero jeppa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *