Tækjadeild RÚV

HRINGDI hjá mér dyrabjöllunni áðan – greip mig glóðvolgan með Kastljósið í gangi.

Kemst víst ekki hjá því að borga afnotagjöld lengur. Ja, fari það grábölvað…ég á ekki einu sinni þetta sjónvarp og tók það fram, skipti litlu máli.

Þau vildu líka fá að vita hvaða tegund sjónvarpið væri. Hvað í ósköpunum kemur það málinu við, borgar maður meira af 32″ Sony widescreen heldur en kannski 21″ Conia.

3 thoughts on “Tækjadeild RÚV

 1. Anonymous

  DJÖFULL, þetta er líka enginn smá helvítis peningur!!
  Og það er víst nóg að hafa útvarp í bílnum, nóg til að borga þetta háa afnotagjald….. en jú jú við erum víst hluti af þjóð sem verður að halda þessu úti, þó ekki væri nema vegna hádegisfréttanna! Blessjú, Hadda

  Reply
 2. Anonymous

  sko í fyrsta lagi… sannar það að kastljósið sé í gangi hjá þér ekki að þú eigir sjónvarp/útvarp, gætir verið að hlusta/horfa á þetta í tölvunni og ef mig minnir rétt þarf ekki að greiða afnotagjald af henni eða sjónvarpskortum/útvarpskortum 🙂

  en annars hefuru bara gott af því að borga í sameiginlega neyslu okkur allra 😉

  en rétt samt dýr andskoti !!!

  Reply
 3. Anonymous

  Er þetta ekki tæpur 3000 kall á mánuði. Þetta þýðir það náttúrulega að ég fer að horfa miklu meira á RÚV til að fá eitthvað fyrir peningana mína!

  Nú verður horft á t.d. heimildarmyndir um einhenta pólska bakara og menningarþáttinn Mósaík verður að reglulegum viðburði þar sem hægt er að fræðast um freðna lampa og ramma úr pólýester.

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *