Tónlyst

ÞRIÐJI dagurinn á airwaves. Búinn að sjá og heyra helling af góðu stöffi eins og Hood, Slowblow, Bang Gang, Skytturnar og Forgotten Lorez. Einnig Kid Koala sem var alger snilld, Hjálmar, Hot Chip og Jagúar.

Í kvöld er svo Ampop, Ske, Mugison, Quarashi, Trabant, Mugison, Leaves, Maus og Keane á stefnuskránni.

Í gær var ég í mínum margfræga Linux bol á Nasa. Tók eftir ameríkana sem var í Ximian bol. Hann greip í mig og sagði “Nice T-shirt man” og við tókum smá tal saman, kom í ljós að hann þekkir einn af höfundum Ximian og var mjög heillaður að því hvar ég væri að vinna. Veit að flestum ykkar finnst þetta jafn spennandi og húsmálning en þetta er merkilegt, stórmerkilegt jafnvel.

Já, meðan ég man, sumt flest kvenfólk er skrýtið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *