Afmælissnittubjór

Snittur og bjór í boði í kvöld, eins mikið og hugurinn girnist að mér skilst. Hér ganga menn uppljómaðir milli bása og taka stöðuna á mætingunni.

En ekki ég, því ég er á vakt alla helgina! Stefni á að þurrka úr gluggasyllunum, hengja upp jólaseríurnar og baka svona eins og þrjár sortir af smákökum í kvöld. Þetta verður að sjálfsögðu gert samkvæmt hefðinni, þ.e. nakinn með svuntu og gula uppþvottahanska – sprangandi um íbúðina hlustandi á jólaplötu Hirgittu Baukdal.

Á morgun er svo þrítugsafmæli þó ég sé enn á vakt. Er á vakt til 07:00 á mánudagsmorgun – ekki að ég sé að kvarta. Alls ekki. Hef sterklega á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða hin prýðilegasta helgi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *