Afreksmaður

Í gær drakk ég nægilega mikið af sóðadrykknum Kóka-Kóla til að fylla meðalstóran þvottabala, hámaði í mig einum Freyju-Draum og helvítis haug af flögum.
Ég fékk mér pizzu í hádegis- og morgunmat, sauð mér pylsur í kvöldmat. Á laugardagskvöldinu var nefnilega hörpuskel, andalifur, gæsalifur, svartfugl, súlubringa, gæsabringa og hreindýr meðal efnis á matseðlinum. Því gat ég borðað ekkert nema skyndibita og óhollustu í gær.

Fyrir utan að éta horfði ég á cirka 6 tíma af glóðvolgu afþreyingarefni. Fékk mér einn göngutúr og var því í mannsæmandi fötum í tæpan klukkutíma – annars voru það bara náttfötin.

Svo er fólk að tala um að sunnudagar séu leiðinlegir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *