Búa um rúm

VAR að setja hreint á rúmið mitt, hrein rúmföt alltsvo. Ekki kannski ýkja merkilegt þar sem ég geri þetta reglulega, það er hinsvegar merkilegt að ég horfði á Gísla Martein síðastliðin laugardag – sem ég alla jafnan passa mig á að gera ekki.

Þar var vor utanríkisráðherra Davíð, sem sumir fréttaþulir halda sé enn forsætisráðherra, að segja sjúkrasögur af sjálfum sér sem áttu að vera svo fyndnar að fólk þyrfti að halda sér í sófasettið til að detta ekki fram af svölunum af hlátri. Allavegana, þar sagði vor Davíð að hann hefði þurft að búa um rúmið hjá sér þar sem hann var í einangrun. Þetta var víst í fyrsta skiptið sem hann framkvæmir slík rúmfataskipti.

Fyrir gaur eins og mig, sem þvær af sjálfum sér, fæðir sig og klæðir [og tekst bara nokkuð vel til að eigin mati] þýðir þetta að einn góðan veðurdag eigi ég eftir að stjórna, ekki aðeins landinu, heldur gott meira til.

2 thoughts on “Búa um rúm

  1. Anonymous

    Heimsyfirráð er það eina sem kemur til greina hjá mér, fæði og klæði og bý um rúm hjá tveimur einstaklingum…. og vá hvað þátturinn var sorglegur. Mér finnst líka merkilegt að hann er farinn annan hring með sömu viðmælendur og Ragnheiður Gröndal var að koma í annað skiptið á þremur vikum… b+uuuuuuu Hadda

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *