Dekkjabræla

VIÐ skulum átta okkur á því að það kveiknaði í dekkjahrúgu, ok, dekkjafjalli. Með fullri virðingu fyrir því fólki sem þurfti að yfirgefa krybburnar sínar um miðja nótt þá er allur fréttaflutningur af þessari fyrrbúnu áramótabrennu yfirgengilegur.

Fréttamenn veifa hljóðnemanum fyrir vitum 3ja eldri kvenmanna og spyrja hvort þetta hafi ekki verið mikil lífsreynsla og erfitt að yfirgefa íbúðir sínar – Nei nei, ekkert mikið mál og ágætis tilbreyting í skammdeginu, auk þess sem vel hafi verið að þeim búið í Langholtsskóla. En eru þær þá ekki viss um að íbúðirnar þeirra séu gjörsamlega ónýtar – Nei nei, pínu vond dekkjalykt bara.

Ég þurfti að leggja frá mér hníf og gaffal þegar Ómar okkar byrjaði að spekúlera hvað hefði gerst ef vindur hefði blásið úr norðri. Það gerðist ekki. Það var mikill eldur og mikill reykur. That’s it.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *