Höll Minninganna

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag kemur fram að Höll Minninganna eftir Ólaf Jóhann sé tilnefnd til IMPAC-verðlaunanna. Hvurslags apagangsháttur er þetta. Þetta er einhver sú drepleiðinlegasta bók sem ég hef lesið, meira að segja titillinn fer í taugarnar á mér – of skáldlegur eitthvað.

Að mínu mati gerist rúmlega ekki neitt í sögunni og höfundur ofnotar líkingar: “Andvari hans var stuttur eins og viðrekstur gamallar belju.” Eins og, eins og, eins og. A eins og B. B eins og C. A eins og C.

Meira að segja Gerald’s Game eftir Stephen King, sem fjallar um konu sem er handjárnuð við rúmstokkinn í einhverjum bjálkakofa uppi á fjöllum eftir að maðurinn hennar dettur niður dauður í einhverjum sætum litlum kynlífsleik sem þau stunduðu. Man ekki betur en að öll sagan sé um hugrenningar hennar í nokkra daga handjárnuð við rúmið. Sú saga er samt hátið miðað við Kofa Minninganna – afsakið, Höll.

Botna því miður ekki af hverju þessi bók er svona vinsæl.

2 thoughts on “Höll Minninganna

 1. Anonymous

  Vá hvað ég er hjartanlega sammála þér! Þessi bók er ein sú leiðinlegasta sem ég hef lesið. Hef reyndar lesið allar bækur Ólafs Jóhanns og finnst þér hverri annarri leiðinlegri! Skil ekki af hverju er alltaf verið að hampa þessum manni sem rithöfundi…góð markaðssetning kannski?!?

  -Harpa

  Reply
 2. Anonymous

  Það geta fleiri en Ólafur Jóhann skrifað leiðinlegar bækur. Prófaðu endilega að lesa Náðarkraft eftir Guðmund Andra Thorsson – hún er álíka frískleg og gömul baðmotta.

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *