Mótmæli

ÉG er nú ekki alveg sammála honum Jóa í þetta skiptið. Hef reyndar ekki fengið þennan tölvupóst en er þess fullviss að olíufélögin finni fyrir því ef fólk versla ekkert annað en bensín hjá þeim. Að sjálfsögðu. Það eru ekki margar leiðir fyrir almenning að sýna andúð sína í verki – ekki sjéns að bíleigendur fari að taka strætó bara til að mótmæla samráði olíufélaganna.

Það borgar sig heldur ekkert fyrir alla að versla við Atlantsolíu, einhver öfugmæli í því að keyra nokkra kílómetra eftir bensíni.

Það er hið besta mál að það sé til fólk sem nennir að taka strætó, ekki nenni ég því…hvað þá hjóla, hafi þið tekið eftir veðráttunni hérna.

2 thoughts on “Mótmæli

 1. Anonymous

  Ég er reiður.
  Síðustu daga er ég búinn að vera eitthvað pirraður, t.d. ekki hikað við að kvarta yfir þjónustu og hringt alveg brjálaður ef að það er vitlaust álegg á pöntuðu pizzunni. Best að taka það fram að það er óvenjulegt fyrir mitt leyti, kvarta aldrei og oft skoðanalaus og fljótur að gleyma mikilvægum málum t.d. þegar ég kaus framsóknarflokkinn í síðustu kosningum.
  Það rann svo upp fyrir mér í gær að þetta er auðvitað reiði í garð olíufélaganna sem að er að brjótast út. Það er eins gott að refsikerfið okkar nái yfir þessa fyrrum forstjóra og gera þá persónulega ábyrga. Á meðan finnst mér að allur almenningur eigi að refsa olíufyrirtækjunum með þeim ráðum sem markaðurinn hefur, það er að beina viðskiptum annað, helst öllum en ég er líka viss um að smásalan sé stór hluti af veltu þessara mafíufyrirtækja. Muna bara að versla þá allar pylsur hjá Ragga.
  Doddi

  Reply
 2. Anonymous

  Ég er líka reiður. Við verðum hinsvegar að muna að það lagaumhverfi sem að við búum við er ekki huxað sem hefndar kerfi. Þjóðarsál íslendinga hrópar núna á blóð og krefst réttlætis. En á meðan að maður getur barið konu sína á þriðjudagskv og mætt heim til hennar á miðvikudagsmorgni get ég ekki sagt að stjórnamenn olíufélaganna haldi mér vakandi. Að mínu mati eru mikilvægari málefni í réttarkerfinu sem að krefjast athygli okkar og úrlausna.
  Þessir menn eru, ef satt reynist, ekkert nema glæpamenn og verða meðhöndlaðir sem slíkir, en það er einnig vert að líta til eftirlitsstofnanna landsins þar sem að þetta samráð hefur átt sér stað í langan tíma.
  Hvað “jóa ráð” varðar, þá sá ég einhversstaðar tölur sem að sögðu að 80-85% hagnaðar olíufyrirtækja megi rekja til bensin og olíusölu. Að mínu viti þá hlýtur hvert fyrirtæki (sama hvers eðlis það er) að finna fyrir því ef að það missir þó að það væri ekki nema 30-40% viðskiptamanna sinna. Og það liggur í hlutarans eðli að ef að menn versluðu hvorki smávöru né bensin af þessu pakki (þó að það væri ekki nema í viku eða tvær) væri höggi komið á þá.
  DR. Jón Fannar hrd.lm

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *