Myndir úr Villa-ammili

ÞEGAR ég skáskaust norður um þar síðustu helgi beinskaust ég í afmæli til Villa, a.k.a. Farbror Willy. Þess ber að nefna að ég gaf honum pastel liti og teikniblokk í afmælisgjöf, enda er hann skapandi maður með endæmum – sú gjöf reyndist blása lífi í listpúka fleiri gestkomandi.
Nú í kvöld FileTransferPrótókollaði hann þær myndir sem hann tók í teitinu og ég er búinn að skella þeim í albúmið.

Þess ber að geta að Vilhjálmur sjálfur sá um að rita texta við myndirnar.

Njótið þeirra.

2 thoughts on “Myndir úr Villa-ammili

 1. Anonymous

  Jahá, gaman að sjá að myndlistarhæfileikar Villa hafa þróast gífurlega frá því í VX.bekknum í MA…maðurinn er enn að teikna hvali! 🙂 Kveðja Harpa R

  Reply
 2. Anonymous

  Þróun smóun… jú stikk tú þeings jor gúdd att. Ég óttast breytingar. Ég á nú einhversstaðar ennþá hvalina úr skóladagbókinni þinni á rafrænu formi, spurning um að nýta þær sem grundvöll í listagalleríið hvalir.is.

  Annars stórglæsileg veisluhöld, maður klökknar bara.

  f.willy.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *