Vatnamælingamenn

VIÐ náttúruatburði eins og þá sem eiga sér stað nú við Grímsvötn dúkar alltaf upp ákveðin stétt af fagmönnum, nefninlega vatnamælingamenn.

Er ég skrapp á Laka í sumar tjáði Finnur, landvörður þar, að von væri á tveim vatnamælingamönnum. Var ég gríðarspenntur eftir að hitta þá, enda uppfullur af spurningum: Hvaðan koma þeir? Er þetta það eina sem þeir gera, er endalaust hægt að mæla vatnsrennsli í sprænum landsins? Hvar lærir maður þetta? En þeir létu svo aldrei sjá sig, sjálfsagt gríðarspennandi vatnavöxtur einhversstaðar í grennd við Hofsjökul.

Heillandi starf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *