amaroK

Hef loksins fundið almennilegt forrit til að halda utan um tónlistina mína – og viti menn, það keyrir á Linux.

Það heitir amaroK og sér eiginlega um allt sem þarf. Flokkar tónlistina, nær í “album cover”, sýnir hvað þú spilar oftast o.s.frv. Alger snilld.

Síðan er ég með það tengt við AudioScrobbler sem einnig safnar saman upplýsingum um það sem ég hlusta á. Þannig er hægt að sjá hér til vinstri, undir “Heilræði”, hvaða tónlist ég er að hlusta á hverju sinni.

Allar þessar upplýsingar eru að lokum notaðar til að benda mér á fólk með svipaðan tónlistarsmekk og jafnvel mæla með tónlist sem ég gæti mögulega haft áhuga á. Ekkert annað en kúl.

Það er hægt að klikka á myndina til að fá stærri útgáfu !!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *