Bílapælingar

Nýafstaðin helgi tók á. Skemmti mér konunglega í þrítugsafmæli á laugardagskvöldið, gersamlega í bláedrú og þreyttur. Náði því litlum svefn aðfaranótt sunnudagsins sem sýnir sig kannski best í því að ég svaf 13 tíma síðustu nótt. Já, ég get þetta enn.

Dagurinn í dag hefur farið í bílasölur, reynsluók þrem bílum og held ég hafi dottið niður á einn gullmola sem ég vel gæti hugsað mér að kaupa. Bíll sem kostar mig ekki of mikið á mánuði og er töff. Sé nefninlega ekki tilganginn í að eyða of miklum pening í bíl, frekar fara til Köben og London reglulega…svo ekki sé talað um að eiga einhvern pening fyrir planaða heimsreisu í sumar.

Kemur betur í ljós á morgun þegar ég grandskoða rennireiðina í dagsljósi og athuga með fjáröflun. Gvöð hvað ég er spenntur.

3 thoughts on “Bílapælingar

 1. Anonymous

  Bíddu bíddu heimsreisa næsta sumar og er ég ekki að fara með eða?? Bráðnauðsynlegt fyrir kennara á launum!! HH

  Reply
 2. Anonymous

  Hef ekki sagt þér frá þessu enn Hadda mín, enda er þetta allt í startholunum. Gunni félagi minn er samt sveittur við að athuga flug og lestir út um allar trissur.

  Ekki gleyma því að við erum að fara til USA í vor!!!

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *