Doors tribute

Bandbrjálað að gera hérna í vinnunni, sem er um það bil ekkert nema jákvætt. Er á vakt í dag og svo helgarfrí, ætla að byrja helgina á því að fara á Doors tribute tónleika á Gauknum í kvöld.

Missti af þessu síðast og Doors er ein sú hljómsveit sem ég hef haldið hvað mest upp á í gegnum tíðina. Á allar plöturnar, nokkrar bækur, VHS og fleira. Jim Morrison átti meira að segja afmæli í gær eða fyrradag minnir mig.

Ef einhverjir vilja fljóta með þá er bara að hafa samband, stórefast samt um það menningarsnauðu bavíanarnir ykkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *