Gangtruflanir

Einhverjar gangtruflanir bæði í mér og bílnum mínum. Hef komist að því að best er að keyra bílinn á um 90 km/klst sem hentar ekkert rosalega vel í innanbæjarakstri – sérstaklega ekki í Norðurmýrinni. Þessu verður vonandi kippt í liðinn fyrir mig þar sem ég hef einungis átt hann í tæpan hálfan mánuð.

Nafni minn Fischer þakkar gott boð og ætlar víst að flytja hingað, enda er maðurinn víst pínu klikk. Á meðan vísum við 23 ára manni úr landi – enda hefur hann aldrei teflt við neinn annan en páfann hér á landi.

Ung kona byrjaði eitt sinn á því að kalla mig Bobby, það féll ekki í sérlegan góðan jarðveg. Ég hef bara ekki þetta Bobby lúkk.

Samhengislaus færsla? Sagði ykkur að það væru gangtruflanir í mér, hef ekkert komist í gang um helgina…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *