Jólagjafir

Eitthvað er fólk að tala um jólastress, sem og áður. Hér sýnir Mánagatan yfirburði sína enn og aftur. Rölti niður Laugarveginn og tilbaka og keypti svo gott sem allar mínar jólagjafir – og settleg jólaföt á sjálfan mig. Engin dauðans leit að bílastæði, engin æsingur yfir því að annað fólk kann einfaldlega ekki að keyra, engin pirringur í rúllustiganum, óþarfi að bremsa á 5 metra fresti. Dásamlegt. Mæli með því að fólk drattist úr mannmergðum klösum borgarinnar og skoði sig um á Laugarveginum.

Er ekki frá því að ég sé að komast í hið besta jólaskap.

Vil koma sérstöku þakklæti til þeirra sem fundu upp Egils Malt Appelsín í bauk. Er einmitt að gæða mér á þeim eðaldrykk núna, og smákökum frá mömmu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *