Nýr bíll

Dömur mínar og herrar, nýr meðlimur hefur bæst í robbik fjölskylduna. Það er flunkunýr (nýr fyrir mér þ.e.a.s.) VW Passat. Þessi gripur er úr s.k. Trend Line sem þýðir 1800cc slagrými – kraftmikið kvikindi.

Tel mig hafa gert mjög góðan díl. Kannski pínu kaldhæðni að meginástæðan fyrir því að ég vildi selja Corolluna var sú að hún var með segulbandstæki en engan geislaspilarann – Passatinn er heldur ekki með geilsaspilara, ég er svo gríðarlega retro eitthvað. Ætla reyndar að bæta um betur og kaupa geislaspilara sem einnig höndlar MP3. Það held ég nú.

Ef einhverjum vantar far eitthvert þá er bara að hringja, ég finn mér ýmsar ástæður fyrir því að þurfa að skreppa á gripnum…

4 thoughts on “Nýr bíll

 1. Anonymous

  jÁ Þú mátt koma með pizzu kók og franskar í Borgarfjörðinn. Kv. Hadda þynnka

  Reply
 2. Anonymous

  Því miður Hadda, eins mikin hlýhug og ég ber til Borgarfjarðar og allt sem í honum fyrirfinnst, þá fer ég ekki lengra út fyrir borgarmörkin en sem nemur útvarpsdrægi fyrr en ég er kominn með CD-MP3 spilara…

  Nefninlega nokkrir dauðir útvarpsmóttökunarblettir á leiðinni á milli.

  /robbik

  Reply
 3. Anonymous

  ég segi nú bara til hamingju með gripinn!! Komdu í Kef og pikkaðu mig upp. Útvarp alla leiðina haha

  Reply
 4. Anonymous

  Thack fjyrir.

  Hvernig er það, þarf maður ekki að vera á Hondu Civic eða Subaru Imprezu til að komast alla leið inn í Keflavíkurbæ…ertu ekki til í að hitta mig bara við afleggjarann að Bláa Lóninu – hætti mér ekki mikið nær.

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *