Vakna í skólann

Vakna í skólann klukkan sjö, syngja glyðrurnar og falssmettin í Nylon. Helmingurinn af þessari fullyrðingu er sannur fyrir mér, ég er víst ekkert skólabarn lengur. Allavegana er alveg óheyrilega pirrandi þegar ég vakna með svona absúrd lög á heilanum, eitthvað sem ég hlusta ekki á sjálfur en hef heyrt út undan mér í útvarpi eða sjónvarpi. Það var til dæmis heil vika um daginn þar sem ég vaknaði með “The hills are alive with the sound of music” ómandi í hausnum á mér á hverjum einasta morgni.

Helgin var góð. Hélt strákapartý á föstudagskvöldið, alveg nauðsynlegt til að komast í námund við mína innri karlrembu. Að sjálfsögðu var einungis rætt um íþróttir og punkbindi – og píkur, þ.e. stúlkur af lægri stéttum. Til dæmis er að finna í “Safn af íslenzkum orðskviðum … samanlesið og í stafrofsröð sett af Guðmundi Jónssyni” sem er gefið út 1830 orðatiltæki eins og Ekki eru píkur allar alltjafn prúðar, Ekki eru þær píkur sem penta sig og Þángað fer píka, sem finnr sinn líka.

Nei annars, það var ekkert talað um píkur í þessu partýi svo ég muni sérstaklega. Eitthvað sem ég er bara að velta fyrir mér einmitt núna, tengist sennilega eitthvað þessari Nylon heilaröskun hjá mér.

2 thoughts on “Vakna í skólann

  1. Anonymous

    Nei, það steingleymdist alveg. Samt var óspart rekið við og ropað.
    Þú komst sterkur inn aftur með þennan skemmtilega og gleymda sið í gær.

    Allir að fara gefa HÆ-FÆV aftur, það er úrsvalt.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *