Áramótaheit

Einn af þeim siðum sem ég hef aldrei haft í hávegum eru áramótaheit. Ef einhver þarf að útfæra þvílíka naflaskoðun á sjálfum sér eru önnur tímamót en áramót mun hentugri, Janúar er nefninlega ekki mánuðurinn til að byrja nýja hluti. Nú ætla ég hinsvegar að bregða út af vananum og hér eru áramótaheitin mín fyrir 2005:

– Hætta nota nafnið Jón Fannar á strippstöðum
– Læra á hjólabretti
– Safna peningum fyrir ísdansleik um bráðnun jöklanna
– Semja tónverk um Linux stýrikerfið
– Byrja að reykja og reyna að fitna á sama tíma
– Þvo skúringamoppur og þvottapoka saman í vél, jafnvel hlandklepruð nærföt líka
– Hlæja að gömlu fólki
– Finna mér framtíðar fyrrverandi kærustur
– Mastera þá list að byggja virki úr koddum, teppum, eldhússtólum og tíköllum

Veit að þetta eru háleit markmið, en ég hef jú allt árið. Reyndar yrði ég nokkuð sáttur ef mér tækist að uppfylla þó ekki væri nema eitt af þessum áramótaheitum, þess vegna hef ég gamla fólkið með, hlýt að geta hlegið að einhverju gamalmenni á árinu 2005.

2 thoughts on “Áramótaheit

 1. Anonymous

  Ok þetta útskýrir rukkunarseðilinn frá intrum.
  En þetta jafnar sig út þar sem að ég hef verið að nota þitt nafn. Fer bara aftur í að nota Ragga nafn…
  Er samt kannski á leiðini í borgina um næstu helgi, parte????

  -JFK

  Reply
 2. Anonymous

  Jámm. Um næstu helgi ætlar víst ungur snillingur í Popppunkti að halda jólaglögg og ætli ég haldi ekki nýársgleði hitt kvöldið.

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *