Geisladiskakaup

Jeremías og Jóhannes koma málinu ekkert við. Ég er búinn að kaupa mér 6 geisladiska á útsölum Skífunnar. 4 jazz diska, 1 rokkaðann og 1 svona prjónapopp [hentar vel við prjónaskap, sem ég stunda aldrei – ALDREI].

Ahh, sex.

Einn jazzdiskurinn kallast Jazz on parade og vekur allsérstakar kenndir hjá mér. Eftir aðeins tvö lög er ég farinn að marsera milli herbergja flissandi eins og Færeyingur á útborgunardegi. Áður en ég veit af er ég svo farinn að þurrka af efri skápunum í eldhúsinu – serm er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir einar að það eru engir efri skápar í eldhúsinu hjá mér.

2 thoughts on “Geisladiskakaup

  1. Anonymous

    Nei, ég á einn móðins disk með Döðlunum. Keypti mér Dirty með Sonic Youth.

    Drullugóður, hef nefninlega aldrei átt neinn CD með þeim…

    /robbik

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *