Klósettfarir

Fór í bíó áðan sem er nú svo sum ekki frásögu færandi eitt og sér. Ég hef alveg farið í bíó áður. Eins og gerist oft í bíó þá var gert hlé á myndinni, ákvað ég þá að fara á klósettið. Þegar ég kom þangað inn varð mér leitað að pissuskálum sem skilaði litlum árángri og hugsaði ég með mér hvort virkilega gæti verið að hinir mjög svo virku feministar væru nú búnir að taka það af okkur líka. Pældi ekki meira í því og hleypti af.

Þegar ég kom út úr klósettbásnum stóð ung stelpa fyrir framan vaskinn og horfði á mig líkt og hún hefði séð draug með brókarsótt. Ætlaði ég að spyrja hvað í ósköpunum hún væri nú að gera inn á karlaklósettinu þegar mér varð ljóst að mögulega, bara mögulega, væri því öfugt farið. Spurði ég því hvort gæti nokkuð verið að ég væri inn á kvennaklósettinu, sem og reyndist rétt.

Vona bara að feministar séu ánægðir núna, við karlmenn þekkjum ekki einu sinni okkar klósett lengur.

3 thoughts on “Klósettfarir

  1. Anonymous

    Spurning um að reyni að hafa payday-inn aðeins stærri þegar næst þegar þú gerir svona óvartog fara frekar inní kvenna-búningsklefa í sundi og íþróttahúsum og svoleiðis. Margfalt miklu meir líkur á að sjá eitthvað djúsí þar.

    Sendu mér svo myndir! ;P

    -sigrey

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *