Nördasamkoma

Í gær buðu OK viðskiptavinum sínum í bjór og keilu í Öskjuhlíðinni. Sjaldan er samankominn jafn stór hópur af nördum og hálf-undarlega-útlítandi fólki eins og í þessum árlega viðburði. Og trúið mér, það er bannað að byrja setningar á ‘og’.

Ég skeit gersamlega upp að eyrnarsneplum í keilunni, hef aldrei fengið jafn lágt skor. Það skipti engu málu hversu vel ég miðaði og fór yfir atrennuna í huganum, náði alltaf bara að fella öftustu keilurnar. Þetta fór að sjálfsögðu stórkostlega í skapið á mér og ég lýsti algeru frati í þessa íþrótt, þangað til ég fékk mér annan bjór. Komst að því að fótastærð mín er alltof algeng og fékk því of litla skó, sem ég tel sé hluti af stjarnfræðilegri óhittni minni.

Hringdi í sjálfan mig áðan og bauð mér í partý heim til mín, og vá hvað er gaman hjá okkur. Hootie & The Blowfish ákváðu að troða upp og ég er ekki í neinum sokkum. Held það sé kominn tími fyrir okkur að fara og hitta annað fólk.

Gaman að sjá ykkur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *