Særandi bloggleysi

Þar sem ég hef ekki getað bloggað undanfarið er ég uppfullur af allskyns skemmtisögum, lygasögum og háðungum. Veit hvorki hvar ég á að byrja né enda í þeim málum þannig að einfaldast er að kyngja gúlsopa af eigin munnvatni og gleyma þessu flestu. Vil ég samt nota tækifærið og segja Gleðilegt ár.

Jólunum eyddi ég á Akureyri og naut alls þess sem jólin og bærinn hafa upp á að bjóða. Vinahópurinn þéttist saman annan í jólum í partýi hjá SigRey sem rennur flestum seint úr minni. Margt krassandi gerðist það kvöld og sennilega eitt af eftirminnilegustu kvöldum ársins – ekki einungis vegna þess hversu seint á árinu það var.

Áramótin voru með rólegasta móti í þetta skiptið þar sem ég er búinn að vera á vakt síðan 07:00 á gamlársdagsmorgun. Var því skipaður bílstjóri og rúntaði eitthvað um borgina, skutlandi fólki og þvælandi milli partýa. Er að hugsa um að halda persónulega upp á áramótin almennilega um næstu helgi, safna saman fólki, skella áramótaskaupinu í myndbandstækið og sprengja eina hurðasprengju.

One thought on “Særandi bloggleysi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *