Stafrænir peningar

Bíðum nú aðeins við, slökum á kjálkunum og setjumst niður. Öndum rólega og leysum vind. Okkur liggur ekki lífið á!

Það er gat á tékkareikningnum mínum. Svo virðist sem rafrænt svarthol hafi náð taki á honum og nú sogast krónurnar svo hundurðum skiptir út af reikningum mínum og týnast að eilífu. Öðru máli gegnir með VISA reikninginn sem hleður utan á sig líkt og rúllandi snjóbolti í snarbrattri fjallshlíð. Allt þetta gerist án þess að ég fái að handfjatla svo mikið sem einn skitinn fimmara.

Við höfum tapað öllu peningaviti með plastkortum og bullandi verðbólgu. Fyrir okkur eru peningar ekkert annað en tölustafir á tölvuskjá, sem fyrir vikið verða mun fyrirferðaminni og eftirsjáin því hverfandi – við eyðum og ekkert annað gerist en að talan í vafranum okkar breytist.

Ekki misskilja mig, ég er ekkert á kúpunni. Ég er að tala um þessar 500, 700, 999, 1998 krónu færslur sem er tittlingaskítur fyrir okkur þegar við straujum kortið okkar – en safnast saman í ódrepandi skuldaskrímsli sem hrifsar af okkur drauma um allskyns munaðarvörur, sem við náum aldrei að safna fyrir.

Ef ég myndi fá útborgað í beinhörðum peningum og setja þá undir kodda væri ég moldríkur maður í dag.

4 thoughts on “Stafrænir peningar

 1. Anonymous

  Sem minnir mig á það að ég er búin að leggja inná þig ljúfurinn…….. Getur keypta marga bjóra um helgina. Lagði inná tékkareikninginn þinn. Vona að það hafi komið inn:ö)
  HH

  Reply
 2. Anonymous

  Jújú vinan, peningarnir eru komnir í hús. Eitthvað hús.

  Tek þá útúr banka eftir hádegi og sting undir kodda…

  /robbik

  Reply
 3. Anonymous

  Þitt nafn í fullum skrúða, rétt fyrir ofan nafnið Jennifer Aniston sem er að reyna að draga mig í einhverja vitleysu. Greyið stelpan.

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *