Útvarpsleysi

Það eru tvær útvarpsstöðvar sem ég hlusta hvað mest á, í bílnum. Þær eru Skonrokk og X-ið. Hafa þær nú runnið sitt skeið og þó að svipuð stöð eða stöðvar byrji sjálfsagt fljótt aftur finnst mér tveggja-putta-pikkarinn Gunnar Smári ekkert vera að brillera neitt með þessu.

Þær höfðu reyndar sína galla þessar stöðvar, eins og til dæmis íþróttaþáttur með Valtý Birni sem átti engan vegin heima á Skonrokki. En það voru líka þættir eins og DoktorDoktor og KingKong sem voru góður – en á afleitum tíma.

Enn meiri ástæða fyrir mig til að kaupa geislaspilara í bílinn.

2 thoughts on “Útvarpsleysi

 1. Anonymous

  Hvernig væri ef þessir snillingar gæfu út útvarsþættina sína á mp3 geisladiskum, svona fyrst þeir eru hættir og koma aldrei aftur. þá væri eins og þeir hefðu aldrei farið.

  -sigrey

  Reply
 2. Anonymous

  Já. Eða, gefa út handrit af öllum samtölum sem eiga sér stað á milli laga sem sjálf yrðu með á mp3.

  Þá gæti maður fengið félaga sinn í heimsókn og leikið með honum Tvíhöfðaþátt númer 314 sem var sendur út 22. nóvember 2004.

  Þetta gæti þá verið t.d.:

  Jón: “Já, ég sendi tölvupóst á framleiðindur WD-40 að þakka þeim fyrir frábæra vöru”.
  Sigurjón: “Nú já”.
  Jón: “Þeir svöruðu með mjög jákvæðu bréfi sem útskýrði hversu lífsfyllandi það væri fyrir starfsmenn fyrirtækisins að fá svona hól. Ég sendi annað bréf þar sem ég sagði að WD-40 virkaði fínt til að stekja fisk á pönnu með”.
  Sigurjón: “Ha, nú já”.

  [Spila lag númer 145: Incubus, Megalomaniac]

  Þannig væri hægt að leika alvöru útvarpsþátt eina þriðjudagskvöldsstund með besta vini sínum…

  Jæja, farinn í Borgarfjörðinn…

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *