Vinningshryna

Tók mig til í gær og setti hálfs árs birgðir af reikningum og bréfpósti í möppu. Í fyrsta lagi var þetta farið að flæða út um alla íbúð og í öðru lagi var ég löngu búinn að missa alla stjórn á því hvað ég væri eiginlega að borga af í hverjum mánuði. Komst m.a. að því að ég er virkur áskrifandi af Prónablaðinu Ýr og dyggur stuðningsaðili áhugahóps um mexíkóskar stökkbaunir.

Eitt af óopnuðu bréfunum frá síðasta ári var frá Happdrætti Háskólans, tilkynning um að ég hefði unnið nákvæmlega 4000 kr. íslenskar. Bað ég um að fá þetta greitt í klinki sem sett yrði í strigapoka svo ég gæti lamið starfsmann happdrættisins með því þegar ég innheimti þennan eymingjalega vinning. Þegar ég las svo tölvupóstinn minn í morgun var þar emil sem tilkynnti góðfúslega að ég hefði unnið 2 miða á myndina Ocean’s Twelve. Hef enga yngismey til að bjóða með mér þannig að ég ætla að fara tvisvar sinnum á hana sjálfur.

Annars er frekar spennandi dagur í dag.

3 thoughts on “Vinningshryna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *