Þjónustufulltrúar

Hvernig stendur á því að fólk er alltaf að væla yfir þjónustufulltrúum. Þeir lifa til þess eins að þjónusta undir rassinn á ykkur. Megintilgangur þeirra er að gera líf ykkar meðbærilegra en samt hvíla þau á botni virðingarpýramída vinnumarkaðarins. Fólk á kassa í kjörbúð er hærra sett því það fær að komast í snertingu við okkur hin sem trónum á toppnum.
Þjónustufulltrúar þykja greinilega svo útlitslega mannfælandi að þeim er hvergi treyst annarsstaðar nema á hinum enda símalínunnar. Í grámóskulegum biturleika sínum svara þeir svo aldrei við fyrstu hringingarnar, heldur láta líta út fyrir að þeir séu jafn uppteknir og Norðmaður í olíuleit.

Tveir þjónustufulltrúar voru svo heppnir að fá að heyra í mér í hádeginu. Ég reyni alltaf að gera samtalið að einhverju meiru, t.d. með því að stinga inn brandara á óviðeigandi stöðum eða óska þeim til hamingju með bestustu símarödd landsins. Þetta er viðkvæmt jafnvægi milli viðskiptavinar og þjónustufulltrúar – og sjáðu til, þeir vita hvar við eigum heima.

One thought on “Þjónustufulltrúar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *