Bjórmagi

Bjórinn sem ég ákvað að millifæra úr einsleitu lífi í áldós yfir í mitt fallega innviði um helgina gerði eitthvað djöfullegt við magann á mér. Mér líður eins og einhver hafi tekið magann, velt honum upp úr ösku og sandi og skolað með hreinni glycyrrhizinic sýru.

Að minnsta kosti tvisvar sinnum í morgun hef ég hleypt lausu gasi svo illlyktandi að þó ég væri að steikja beljujúgur upp úr hárfeiti hérna í básnum myndi lyktin ekki versna. Við höfum það nú sameiginlegt beljur og forritarar að vera öllu jafnan í básum.

Við Gunnar sýndum það um helgina að við erum bestu verstu nýliðar í Actionary frá upphafi. Ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að fá í sífellu töluna einn á teningnum og að hafa ekki hugmynd um hugmyndaflugið sitt hefðum við rúllað þessu upp með hendur bundnar fyrir aftan bak. Meðan við gátum ekki orð hjá hvor öðrum eins og ‘froskur’ og ‘sjálfsstýring’ voru mótspilararnir að fatta hluti eins og ‘tannskörungur’ og ‘einfættur maður að reima skó með rassinum nakinn upp á stólpa’, eitthvað.

Horfði loksins á myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind í gær en ég hef ætlað að sjá hana lengi. Virkilega flott og góð mynd. Fjóra þumla af fimm mögulegum, þann fimmta ætla ég að sjúga sjálfur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *