Farenhype 9/11

Ég á enga vekjaraklukku, sem neyðir mig til að nota farsímann til að leiðbeina mér aftur til mannheima eftir jafnan viðburðarríkan svefn. Það kemur samt aldrei fyrir að ég svara í símann þegar vekjaraklukkan í honum pípir, aldrei. Svoleiðis kemur bara fyrir bjána. Um daginn límdi ég heldur ekki óvart typpið á mér við sófaborðið samtímis sem ég fékk slæman pappírsskurð í vinstri þumal. Enda þyrfti sérstaklega einkennilegar kringumstæður fyrir slíkt að eiga sér stað.

Ég og Jói tókum boði SUSara á heimildarmyndina Farenhype 9/11 í Háskólabíó í gær. Myndin er alls ekki nógu vel unnin til að geta staðið í hárinu á Michael Moore. Allir sem eru meðvitaðir um eigin tilvist og umhverfi vita að Farehneit 9/11 er ýkt á köflum og heldur frjálslega farið með sumar staðreyndir. Það er samt margt í mynd Moore sem eru blákaldar staðreyndir.

Eftir myndina hófust opnar umræður sem minntu mig á það af hverju ég tek ekki þátt í pólitík. Merkilegt hvað svona hlutir eiga til að fara út í vitleysu þar sem útblásinn hægri maður og skúffaður vinstri maður rífast um hvort einhverntíman sé rétt að drepa aðra manneskju.

Ég hef mínar skoðanir, en að grenja þeim yfir fullan sal af fólki eftir að hafa horft á hægri-sinnaða áróðursmynd er ekki mitt kaffi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *