Fyrrbúin Vorferð

Hvenær er vorið komið? Vaknaði eftir tæplega 13 tíma svefn. Líður eins og ég sé endurfæddur úr uppvöðluðum sængum og fersku miðbæjarlofti.

Hmm, hvað á að gera í dag. Er að hugsa um að fara og þrífa bílinn minn. Fara svo og fá mér ís. Bragðaref. Miðstærð. Mmhm. Svo ætla ég að rölta Laugarveginn því ég sá hann ekkert um helgina. Kíkja á dýrabúðina sem er hjá Bæjarins Bestu – væntanlega fá mér pylsu í leiðinni.

Á morgun er 1. dagur marsmánaðar, einnig útborgunardagur. Ætla að fara og fá mér CD/MP3 spilara í bílinn. Ætla samt fyrst að reyna að borga með Matador peningum, bara prófa. Fer allt of sjaldan í Matador spilið mitt, hver vill koma og leika?

Er nefninlega að spá í að fara norður um helgina. Fara jafnvel í Mývatnssveit á laugardaginn og gera eitthvað úr þessu. Það er hinsvegar frekar óhagstætt að keyra einn og því auglýsi ég eftir lausu plássi gegn vægu bensíngjaldi. Frammí er sennilega upptekið en ég býð upp á rúm aftursæti með armpúðum. Einnig verður gæðatónlist í steríó alla leiðina.

Lífið er gott.

Áætluð brottför er á föstudaginn um hádegi, heimkoma á sunnudag. Ef þið viljið koma með er bara láta mig vita. (Óh, og ef einhver á kvittun fyrir herrabuxum úr viðurkenndri tískuvöruverslun þá endilega láta mig vita líka.)

2 thoughts on “Fyrrbúin Vorferð

 1. Anonymous

  awwwwkkk.. dragðu Berta Stull með þér, ef hann þarf að kenna einhverjum upprennandi tónlistarmönnum á gitarrr þá grípiði þá bara með líka.


  f.willy

  Reply
 2. Anonymous

  Það er einmitt hann sem á frammísætið pantað, nema þá einmitt að hann þurfi að kenna eða spila sjálfur. Sjáum hvað setur.

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *