HHGTG

Það eru sennilega fáar bíómyndir sem ég hef beðið eftir með jafn mikilli eftirvæntingu og The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy. Hef lesið bókina nokkrum sinnum yfir og á sjálfsagt eftir að lesa hana einu sinni enn áður en ég sé bíómyndina.

Martin Freeman leikur Arthur Dent (eins og ég var löngu búinn að benda á). Einhverjir hafa ýjað að því að ég líkist honum úr þáttinum The Office. Ég veit nú minnst um það.

“Arthur nodded wisely to himself. After a while he realized that this wasn’t getting him anywhere and decided that he would say ‘What?’ after all.”

“Arthur yawed wildly as his skin tried to jump one way and his skeleton the other, while his brain tried to work out which of his ears it most wanted to crawl out of.”

“The ships hung in the sky in much the same way that bricks don’t.”

“Nothing travels faster than the speed of light with the possible exception of bad news, which obeys its own special laws.”

Ég á það til að hlæja fáránlega mikið að sumum myndum og komast jafnvel í einhvern fliss-ham sem erfitt er að hemja. Samgláparar mínir eiga það þá jafnvel til að byrja að horfa á mig og hlæja að mér. En eitt megi þið vita, mest hlæ ég að myndum þegar ég horfi á þær einn.

2 thoughts on “HHGTG

 1. Anonymous

  Það er eittthvað svo spúkí við það að sitja einn og missa nánast þvag af hlátri… Á það nefnilega til að lenda í þessu og finnst þetta svona nett skrítið… En hvað um það ég er hvort eð er svo skrítin:-)
  Hadda

  Reply
 2. Anonymous

  Ég fullvissa þig um að ekkert sé heilbrigðara. Jafnvel hrökkbrauð með kotasælu og agúrkum hefur ekkert í gott einmenningshláturskast að gera.

  Treystu mér.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *