Hjálmar

Var að koma af tónleikum með Hjálmum á Nasa. Í edrú fyrir ykkur kjaftakjellingarnar. Á Nasa tróðu þeir piltar upp með vindbelgunum úr Jagúar, og vá, þessir piltar geta blásið.

Stórkostlegir tónleikar og stemningin flæddi um eins og útlenskur vatnspípureykur. Er ég var að rölta í bæinn hitti ég nokkra Norðmenn sem voru að leita að hamborgarastað, þeir stóðu í þeirri trú að það væri einn, hin eini sanni, hamborgarastaður einhversstaðar í grennd. Gat því miður ekki bent þeim á annað en mexíkóskan stað með gashvetjandi matseðil og kebeb sem er eldað úr glóum síðasta bruna.
Þeir gáfust upp á því og spurði eftir “stad med disko”, við stóðum fyrir utan Pravda þannig að ég benti þeim á hann, með smá samviskubit yfir því núna.

Nú er það bælið, vakna á morgun og taka saman föggur sínar. Góða nótt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *