Idol-partý

Hvað getur margt farið úrskeiðis við að reyna ná Idol á tjaldið? Fór í Idol-partý í gær þar sem varpa átti herlegheitinum á tjald með skjávarpa. Einn mætti mað gömlu týpuna af afrugla en hann fór einfaldlega ekkert í gang.

Næst var náð í digital græju í vinnuna, sendur var flokkur af stað til að ná í hana svo við gætum áttað okkur á því á meðan að sá afruglari er ekki með aðgang að stöð 2. Reyndum samt að ná einhverri stöð sem gekk nákvæmlega ekki neitt því við vorum ekki með fjarstýringuna og gátum ekki leitað að stöðvum. Á þessum tímapunkti var keppnin sjálfsagt hálfnuð, en það er víst til eitthvað sem heitir stöð tvö plús.

Ok, rennum og náum í fjarstýringuna og hringjum í meðan í þjónustuver Norðurljósa og athugum hvort við getum ekki bara keypt áskrift. Ástæðan fyrir einbeitni hópsins við að ná stöð tvö var skörp, enda prinsipp mál að hafa Idol í Idol-partý. Norðurljós sagði að við gætum ekki fengið stöð tvö á þennan afruglara því hann væri með eitthvað sem þeir kölluðu varalykil. Hvur fjárinn.

Fjarstýringin kominn í hús og flest allar stöðvar í heiminum fengu að njóta sín á litlu tjaldi í Nauthólfsvíkinni, nema sú eina sem við vildum. Þá nefndi ein stelpan að það væri verið að taka þetta upp hjá sér, ok, náum í teipið og horfum á það þannig. Á meðan horfum við bara á Hot Shots 2 á Sýn. Óþarfi að segja þá klikkaði upptakan á hennar heimili.

Einhversstaðar annarsstaðar var einnig verið að taka þetta upp þannig að flokkur var sendur þangað að ná í spólu og afspilunargræju. Hot Shots var búinn og einhver slysaðist til að skipta um stöð þar sem við okkur blasti allt í einu Idol í öllum sýnum blóma á stöð tvö plús.

Þannig að horft var á seinni helminginn af keppninni á stöð tvö plús en fyrr helminginn af teipi. Það passa þá akkúrat að horfa á úrslitin í beinni.

Lengsta Idol saga í heimi – og ég er ekki einu sinni sérlegur Idol aðdáandi. Úps, á að mæta í matarboð. Fukit.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *