Kýli kallað Kítan

Í morgun þegar ég leit í spegil blasti við mér ófögur sjón. Eitthvað sem ég var engan vegin undirbúinn undir, líkt og þegar breytt var yfir í sjö stafa símanúmer.
Rétt undir og hægra megin við hægra auga skein kýli sem setur symmetríu andlits míns í vitlausar skorður. Þegar ég tróð grillinu á mér nær speglinum sá ég meira að segja lítinn íslenskan fána stingast út úr því og rykmaur dansa sigurdans í kring.

Fegurð mín fór forgörðum.

Nú í dag hef ég nokkrum sinnum orðið undarlega var við eitthvað hægra megin við mig, á ystu nöf sjónsviðs míns. Því er ég í sífellu að líta mér til hægri til þess eins að sjá nákvæmlega það sem ég býst við að sjá hægra megin við mig. Annað mál er með vinstri hliðina og það er efni í allt aðra færslu.

Hef ég grun um að á mér sé að vaxa hið svo kallaða ‘þriðja auga’. Ekki eru allir á eitt sammála um hvað hið þriðja auga virkilega er; auga hugans til að sjá hið sanna ímyndunarafl eða röntgensjón sem gefur fólki hæfileika til að sjá í gegnum aðra og jafnvel uppbyggingu plantna, nú eða hina dauðu sem ég hef ekkert með að gera.
Við sjáum til hvað gerist um helgina.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *