Lon og Don – lítil ferðasaga

Dagarnir 12. – 15. Febrúar 2005. Ferðin byrjaði eiginlega á því að við Hadda stefndum á 87 Km/Klst út af Reykjanesbrautinni, Hadda æpandi af spenningi í farþegasætinu en ég með Evrópustaðlaðan kúl-svip. Ég geymdi svo bílinn minn á vöktuðu svæði Securitas, sem er ein stór yfirhylming yfir ekki neitt.

Við innrinuargímaldið í Lefsstöð var svo gott sem enginn. Við röltum að innritunaraðstöðu IcelandExpress óvitandi um módel sem fylgdi fast á hæla okkur. Meðan við vorum að skrá okkur inn öskraði módelið yfir okkur hvort einhver seinkun yrði á vélinni, það hefði nefninlega gerst í síðustu þrjú skipti sem hún hafði flogið þennan legg. Þjónustudaman, sem einnig var í símanum, neitaði því staðfastlega en þá spurði módelið hvort hún gæti ekki hringt í vélina og athugað. Fyrir mann í mínu starfi er þetta óborganlega fyndið…jú jú, gefum upp símanúmer fyrir allar vélar í símaskránni þannig að fólkt geti bara hringt beint í vélarnar til að athuga hvar þær eru.

Það sem vakti einnig athygli okkar var kona sem sat við hlið þeirrar sem sá um innritunina og gerði bókstaflega ekki neitt. Hún hallaði um 27° til hægri og einblíndi rangeygðu glyrnunum sínum á tölvuskjáinn. Hadda stendur í þeirri meiningu að það hafi vantað á hana aðra hendina en ég tók ekki sérstaklega eftir því, eftir á að hyggja held ég að hún hafi verið uppstoppuð.

Í sætaröðinni við hliðin á okkur í vélinni sátu tvær ungar breskar dömur, niðursokknar í skáldsögur. Við tókum skyndilega eftir því að önnur þeirra notaði heldur óhefðbundna aðferð við lestur skáldsagna, en það er að sjúga þumalfingurinn af mikilli ást og tillitssemi. Leyfið mér að telja upp þrjá hluti sem eru óhugnalegri en það:

*
*
*

Er þetta í senn bæði það ógeðslegasta og fyndnasta sem ég hef orðið vitni að. Ofan á allt saman reyndust þær vera lesbíur. Lesbía sem sýgur á sér þumalfingurinn ætti kannski að endurskoða kynhneigð sína með tilliti til sogunarblætis.

Þegar við komum á gistiheimilið í Soho beið þar heldur óvæntur gestur eftir mér. Raggi besti-vinur beið þá þar eftir okkur, hress sem aldrei fyrr. Verð að segja fyrir mína líkamsparta að það er langt síðan ég hef orðið jafn hissa á umhverfisaðstæðum.

Sunnudagurinn var tekinn í rölt um miðbæ London. Okkur tókst öllum að missa dómgreindina á gáfulega hluti á nákvæmlega sama tímapunkti því öllum fannst okkur gríðarlega sniðugt að fara í sightseeing-bus ferð um London. Þess ber að geta að hitastigið var ekki að grobba sig yfir að geta náð tvegga stafa tölu á þessum degi. Við sátum í efri hæð strætósins öll lömuð í framan af kulda og sáum fátt merkilegt. Því var farið á markaðinn í Camden sem var alveg hreint magnað.

Sökum þess hversu gríðarlegir menningarvitar við erum gátum við ekki sleppt því að fara í leikhús. Fórum við á “We will rock you” sem gerist í framtíðinni þar sem öll frumleg hugsun er bönnuð og tónlist búin til af tölvum. Queen lögin eru svo fléttuð snilldarlega inn í atburðarrásina og úr verður hið prýðilegasta ‘shjóv’.

Lokadagurinn var rólegur framan af en við Raggi fórum í London Eye meðan Hadda þræddi verslanir. Þrátt fyrir að líta hálf óspennandi út þá er mjög gaman að skreppa einn hring í Auga Londons.

Við Hadda erum greinilega á svipuðu leveli ferðalega séð því þegar við yfirgáfum hópinn til að koma okkur heim aftur fóru undarlegir hlutir að eiga sér stað. Til hvers að taka eina neðanjarðarlest þegar hægt er að taka þrjár og auka stressið?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *