Afmælissýning

Ég hef alla tíð haldið einkamálum mínum nokkuð frá þessari síðu. Ég ætla að halda því áfram. Ekki sjéns ég fari að hella mínum hjartans málum yfir rafræna geymslueiginleika Internetsins.

Ég hef annan stað til þess.

Stofnunin sem ég vinn hjá, þið vitið, þessi þarna með ‘stjórn’ í nafninu en sumir eru ekki alveg klárir á hvort innihaldi einnig ‘umferð’ eða ‘mála’. Það er bláköld staðreynd að flestir vinir mínir eiga í erfiðleikum með að segja hvar ég vinn. Og ef þeim tekst það, þá eru hverfandi líkur á því að þeir geti sagt hvað ég geri þar.

Líkt og Chandler í Friends.

Einhverjir vina minna vinna innan sama geira og ég, þeir skilja hvað ég geri. En hinn hlutinn hefur jafn mikla glóru um það og fólk sem hefur ekki glóru um það. Þau halda jafnvel að ég sitji og fitli við litina í Windows, eða eitthvað.

Gæti ekki verið fjarri sannleikanum.

Þess vegna vil ég benda á afmælissýningu stofnunarinnar sem er í Ráðhúsinu þessa dagana. Þar er meðal annars að finna þrjá skjái sem sýna kerfin sem ég er að vinna með. Þar er einnig að finna glaðlyndan starfsmann sem er til í að fræða ykkur um alla krúttlegu og stórsniðugu eiginleika kerfanna – segist bara þekkja mig og þið fáið örugglega extra skemmtilega leiðsögn.

Bara vegna þess að ég set extra í extra skemmtilegur.

Með þessu geti þið komið mér á óvart og sagt hversu sniðug það sé að hægt sé að gera bla-bla-bla í kerfinu (og þekkja kerfið með nafni). Mun ég þá sennilega bresta út í grát og elska ykkur að eilífu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *